Það verður nóg um að vera á bókasafninu á Blómstrandi dögum.
Hinn árlegi bókamarkaður opnar fimmtudaginn 15. ágúst og mun standa fram í byrjun september. Það verður heitt á könnunni og fjölbreytt úrval bóka í boði á góðu verði.
Frá fimmtudegi til laugardags verður hægt að taka þátt í krítarleik Listvinafélagsins í Hveragerði. Börn geta fengið krítar á bókasafninu og notað til að skreyta stéttir bæjarins og deila myndum af afrakstrinum á samfélagsmiðla. Jafnframt hefur tímalína Listvinafélagsins verið uppfærð til dagsins í dag og verður sýnd á skjá á bókasafninu.
Föstudaginn 16. ágúst k. 14-16 mæta Spilavinir með úrval af skemmtilegum spilum og spila við gesti á barnadeildinni.
Laugardaginn 17. ágúst kl. 13 mun Hörður Friðþjófsson gítarleikari flytja vel valin lög. Við vekjum jafnframt athygli á lengri afgreiðslutíma en í tilefni Blómstrandi daga verður bókasafnið opið frá kl. 11-17 þennan laugardag.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is