Guðni Már les úr nýútkominni bók

Útvarpsmaðurinn góðkunni, Guðni Már Henningsson, kemur og les úr nýútkominni bók sinni, Römblusögur, á bókasafninu fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:30. Í bókinni segir hann kímnisögur af sjálfum sér og því fólki sem hann kynntist í Römbluhverfinu í Santa Cruz á Tenerife þar sem hann er búsettur.