Bókasafnið opnar á ný

Bókasafnið í Hveragerði verður opnað að nýju mánudaginn 4. maí.

Við minnum þó á að samkomubann er enn í gildi þrátt fyrir tilslakanir og biðjum því lánþega að virða áfram tveggja metra regluna, nota spritt og stoppa stutt við. 

  • Dagblöð og tímarit munu ekki liggja frammi til afnota að sinni og leikföngin munu bíða áfram í geymslu.
  • Lánstími gagna sem voru með skiladag eftir 22. mars hefur verið lengdur til 14. maí.
  • Gildistími lánþegaskírteina hefur verið framlengdur um sex vikur vegna lokunar safnsins.
  • Öllum viðburðum hefur verið frestað um sinn. 

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Starfsfólk Bókasafnsins í Hveragerði