Bókasafnið lokar kl. 15 í dag

Bókasafnið lokar kl. 15 í dag þriðjudaginn 10. desember vegna slæmrar veðurspár. Skiladagur gagna sem skila átti í dag verður færður yfir á morgundaginn, miðvikudaginn 11. desember. 

Tilkynning frá Hveragerðisbær:

Skóla- og frístundastarf og önnur starfsemi Hveragerðisbæjar mun raskast á morgun, þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir landið. Enginn ætti að vera á ferli eftir klukkan 15 á morgun nema brýna nauðsyn beri til.

Foreldrar eru beðnir um að sækja börn sín í leik-, grunn- og frístundaskóla á morgun, ekki seinna en kl. 15:00, en helst fyrr. Ef slíkt er ekki mögulegt verður skilyrðislaust að láta skólana vita.

Engin starfsemi verður í Hamarshöll og verður hún lokuð almenningi á morgun.
Allar æfingar í íþróttamannvirkjum falla niður eftir kl. 15:00 á morgun.
Þá lokar einnig Sundlaugin Laugaskarði á sama tíma.
Bókasafn bæjarins lokar kl. 15:00 á morgun.
Gámasvæðið við Bláskóga verður alveg lokað á morgun.

Festa allt lauslegt og vera heima !

Tryggja þarf að allt laust utandyra sé tryggilega fest. Sérstaklega þarf að binda niður og festa trampólín og sorptunnurnar svo slíkt og/eða aðrir lausamunir valdir ekki tjóni eða slysum.

Íbúar eru beðnir um að virða það að þessar lokanir og þessi viðbrögð eru öryggisráðstafanir en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er.

Starfsmenn áhaldahúss verða í viðbragðstöðu og almennar tilkynningar munu koma á facebook síðuna Hvergerðingar og á heimasíðu bæjarins ef þörf er á. Síðan er auðvitað nauðsynlegt að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda.

Eins og spáin er núna virðist veðrið eiga að ganga hratt niður þannig að hér ætti að vera orðið hið þokkalegasta veður á miðvikudagsmorgun og starfsemi bæjarins verði þá komin í eðlilegt horf.

Athugið að appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða mikl­ar lík­ur á veðri sem geti valdið mikl­um sam­fé­lags­leg­um áhrif­um, tjóni eða slys­um og hugsanlega ógnað lífi og lim­um ef aðgát er ekki höfð.

Aldis Hafsteinsdóttir
Bæjarstjóri