Vegna hertra aðgerða skellir bókasafnið í lás frá og með þriðjudeginum 24. mars.
Á meðan samkomubanni stendur er lokað fyrir öll útlán og afgreiðslu á bókasafninu. Skiladagur gagna hefur verið færður til 14. maí og tekið skal fram að engar sektir verða reiknaðar á meðan þessum forvarnaraðgerðum stendur.
Við minnum á að allir lánþegar okkar hafa aðgang að Rafbókasafninu.
Sem stendur gerum við ráð fyrir að opna aftur mánudaginn 4. maí en bendum lánþegum á að fylgjast með upplýsingum á heimasíðu bókasafnsins og á Facebook.
Hlýjar kveðjur frá starfsfólki bókasafnsins
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is