Bangsagisting á bókasafninu

 

Í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum 27. október býður bókasafnið upp á bangsagistingu föstudaginn 25. október. Þá er öllum börnum boðið að koma með bangsann sinn á bókasafnið og leyfa honum að gista!

Svona gengur þetta fyrir sig:

Komdu með bangsann þinn á milli kl. 15 og 18:30 föstudaginn 25. október

Þú færð að útbúa handa honum nafnspjald og lesa fyrir hann kvöldsögu. 

Komdu svo og náðu í bangsann á milli kl. 11 og 14 laugardaginn 26. október og þá færðu að vita í hvers konar ævintýrum hann lenti.