Aðventan á bókasafninu

2. des – kl. 20

Mmm-kvöld í Listasafni Árnesinga

Árleg jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður haldin í listasafninu mánudaginn 2. desember kl. 20. Þá munu rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Bergur Ebbi Benediktsson, Harpa Rún Kristjánsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Steinunn G. Helgadóttir og Steinunn Sigurðardóttir lesa úr nýútkomnum bókum. Unnur Birna Björnsdóttir mun sjá um tónlistaratriði. Í safninu eru tvær sýningar þar sem annars vegar má sjá verk eftir Önnu Jóa og Gústav Geir Bollason og hins vegar Hildi Hákonardóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur og Evu Bjarnadóttur. 

 

4. des – kl. 20

Upplestrakvöld

Guðrún Eva Mínervudóttir og Ólafur B. Schram lesa úr nýútkomnum bókum sínum auk þess sem Hulda Fríða Berndsen, móðir Mikaels Torfasonar, hleypur í skarðið fyrir son sinn og les úr bók hans Bréf til mömmu. Boðið verður upp á kaffi, smákökur og notalega jólastemningu.

 

7. des – kl. 12-14

Umhverfisvænni jól

Sýndar verða aðferðir til að nota dagblöð, tímarit, gamlar bækur og annað sem fellur til til að pakka inn jólagjöfum, útbúa jólakort o.fl.

 

9. des – kl. 20-22

Jólaprjónakaffi

Mánaðarlega prjónakaffið færist til um viku vegna mmm-kvöldsins. Allir velkomnir með handavinnuna sína en einnig verða sýnishorn af fallegu og einföldu jólahandverki og leiðbeiningar fyrir þá sem vilja.

 

12. des kl. 17-18

Jólafundur leshringsins

Á jólafundi leshringsins spjöllum við um jólabækurnar í ár, þær sem við höfum lesið, langar að mæla með eða langar að lesa. Allir velkomnir.

 

12. des kl. 18

Upplestur

Rithöfundarnir Eyrún Ósk Jónsdóttir, Eygló Jónsdóttir og Hildur Kristín Thorstensen lesa úr verkum sínum kærleiks- og friðarljóð á aðventunni.

 

14. des kl. 12-14

Jólaföndur fyrir fjölskylduna

Við höldum áfram að endurnýta dagblöð, tímarit og bækur til að útbúa fallegt jólaskraut sem sómir sér vel á hvaða heimili sem er – eða jafnvel í jólapakkann!