Nýtt efni

Kápa: Fyndin saga


Fyndin saga

höfundur: Emily Henry

Daphne hafði alltaf elskað hvernig Peter sagði söguna þeirra. Hvernig þau kynntust á stormasömum degi, urðu ástfangin og fluttu aftur í heimabæ hans við vatnið til að hefja líf sitt saman. Hann var rosalega góður í að segja hana. Eða þangað til hann áttaði sig
á því að hann væri í raun og veru ástfanginn af Petru æskuvinkonu sinni.

Strandaglópur í hinni fögru Waning Bay í Michigan er Daphne án vina og ættingja en í draumastarfinu sínu, sem þó dugar varla fyrir reikningunum. Þá býðst henni að leigja með einu manneskjunni sem mögulega gæti skilið vandræði hennar, fyrrverandi kærasta Petru, Miles Nowak.