Nýtt efni

Kápa: Hvarf Jims Sullivans


Hvarf Jims Sullivans

Höfundur: Tanguy Viel

Bandaríkjamaðurinn Dwayne Koster var heillaður af örlögum landa síns, tónlistarmannsins Jims Sullivans sem nánast gufaði upp í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó í marsmánuði 1975. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá og engar vísbendingar hafa komið fram um hvað af honum hafi orðið. Dwayne ákveður að stytta sér aldur á sömu slóðum og síðast sást til Jims Sullivans. En þessi skáldsaga segir líka aðra sögu og það er saga hennar sjálfrar og hins uppdiktaða höfundar hennar sem bætir sífellt við litlum bútum í frásögnina og hylur þannig mörk sögunnar móðu. Má því segja að í þessu verki Taguays Viels felist tvíþætt svar — bæði tilvistarlegt og fagurfræðilegt — við spurningunni um endalok.