Nýtt efni

Kápa: Leyndarmálið okkar


Leyndarmálið okkar

Höfundur: Ninni Schulman

Kvöld eitt kemur félagsmálaráðherrann Anna-Karin Ehn ekki heim úr vinnunni. Daginn eftir finnst bíll hennar yfirgefinn við vegkant rétt fyrir utan bæinn Hagfors. Ummerki í bílnum gefa til kynna að ráðherrann hafi verið fórnarlamb glæps.Blaðakonan Magdalena Hansson fer strax á stúfana ásamt lögreglumönnunum Petru Wilander og Christer Berglund. Við rannsókn málsins kemur ýmislegt upp á yfirborðið sem legið hefur í þagnargildi. Tengist það hvarfi ráðherrans? Ninni Schulman starfaði við blaðamennsku áður en hún sló í gegn sem glæpasagnahöfundur í heimalandi sínu, Svíþjóð.

Leyndarmálið okkar er þriðja bókin sem kemur út eftir hana á íslensku. Hinar eru Stúlkan með snjóinn í hárinu og Bara þú sem fengu frábærar viðtökur íslenskra lesenda.