Heknevefurinn
höfundur: Lars Mytting
Það er komin ný öld og tuttugu ár liðin síðan séra Kai Schweigaard kom heim á Bútanga með Jehans, nýfæddan son Astridar Hekne. Hann iðrast enn beisklega að hafa látið rífa gömlu stafkirkjuna og aðskilja kirkjuklukkurnar sem voru steyptar til minningar um samvöxnu tvíburasysturnar í ætt Astridar. Hann verður heltekinn af að finna myndvefnaðinn sem systurnar ófu í þeirri von að hann vísi honum leiðina til að sameina klukkurnar á ný og bæta fyrir brot sín.
Jehans veit ekkert um samviskubit prestsins. Honum hefur verið útskúfað úr Hekne-ættinni en er í staðinn orðinn fengsæll veiðimaður í fjöllunum. Og þar hittir hann dag einn dularfullan veiðimann frá öðru landi
Heknevefurinn eftir Lars Mytting, einn vinsælasta höfund Norðmanna um þessar mundir, er sjálfstætt framhald Systraklukknanna sem heillað hefur lesendur hvarvetna og hlotið fjölmargar viðurkenningar. Þetta er stórbrotin frásögn um þjóð á tímamótum, um áþján og ófrelsi fortíðar, um beislun fossanna og fyrsta rafmagnsljósið í myrkri sveitanna, og um styrjöldina miklu.
Sunnumörk 2 | 810 Hveragerði Sími: 483 4531 Netfang: bokasafn@hveragerdi.is |
Afgreiðslutími: |
Bókasafnið í Hveragerði | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | Sími: 483 4531 | bokasafn@hveragerdi.is