Nýtt efni

Kápa: Möndulhalli

Möndulhalli
Ýmsir höfundar

Möndulhalli er undirstaða lífs á jörðinni eins og við þekkjum það en hver eru áhrif skekkjunnar á hversdaginn? Það blasir við í smásögum þessa safnrits, þar sem áföll erfast, stormar geisa, sonur verður faðir sinn, barn tekst á við berkla, flóðhestur gengur um götur Reykjavíkur og fólk yfirgefur jörðina eða snýr þangað aftur. Auk þess er stolið, málað, klórað, flogið, rifist og köttur mætir skelfilegum örlögum.

Allt virðist aðeins á skjön.

Höfundar:

Auður Stefánsdóttir
Dominique Gyða Sigrúnardóttir
Haukur Hólmsteinsson
Marinella Arnórsdóttir
Ólöf Sverrisdóttir
Rebekka Sif Stefánsdóttir
Sigríður Helga Jónasdóttir
Stefán Ágústsson
Tómas Ævar Ólafsson
Örvar Smárason