Nýtt efni

Kápa: Nornaveiðar


Nornaveiðar
Höfundur: Max Seeck

Eiginkona glæpasagnahöfundarins Rogers Koponens finnst myrt á heimili þeirra. Henni hefur verið stillt upp í svörtum kvöldkjól við stofuborðið og á andlitinu er skelfilegt, tilbúið bros. Eiginmaðurinn hefur fjarvistarsönnun, hann var 400 kílómetra í burtu að kynna margrómaðan þríleik sinn um glæpi og galdraofsóknir. Fljótlega finnast fleiri uppstillt lík, þar á meðal svartklæddar konur, og ein er dregin lifandi upp úr vök, tryllt af ótta. Lögreglukonan Jessica Niemi stýrir rannsókninni og telur að raðmorðingi sé að endurskapa óhugnanleg atriði úr bókum Koponens. En martröðin er rétt að byrja.