Nýtt efni

Kápa: Föðurráð


Föðurráð
höfundur: Bubbi Morthens

líkt og náköld krumla
fari gramsandi um
slíti upp hugsanir mínar
uns ekkert er þar lengur að finna
nema heimilislaus orð
ráfandi um óttans stræti

má vera ég sé ekki góður uppalandi
en áhyggjur mínar koma úr heitum jarðvegi

Bubba Morthens þekkja allir og saga hans hefur verið sögð og skráð en Bubbi er ávallt í samtímanum og viðfangsefnin sífellt ný – og þó sígild. Hér yrkir hann um lífsreyndan föður sem fylgist með ungum dætrum á leið út í lífið, þann ólgusjó sem hann hefur sjálfur siglt, en ráð hans og orð fá ekki alltaf hljómgrunn.

Föðurráð fjallar um ugginn sem býr í brjóstinu en líka ástina og fögnuðinn yfir framrás lífsins, nýjum degi, nýrri veröld.