Nýtt efni

Kápa: Heift


Heift

Höfundur: Kári Valtýsson

Höfundurinn Kári Valtýsson kom öllum að óvörum þegar hann gaf út Hefnd árið 2018, fyrsta íslenska vestrann, um Gunnar Kjartansson sem ferðast til Bandaríkjanna á seinni hluta nítjándu aldar. Nú sækir Gunnar í gullæðið, hittir fyrir sjálfan Jesse James og hinn hefndarþyrsta indíána Gráa-Úlf sem eltir Gunnar uppi af mikilli heift.