Nýtt efni

Kápa: Mýrarstúlkan


Mýrarstúlkan
höfundur: Elly Griffiths

Dr. Ruth Galloway býr í afskekktu gömlu steinkoti við ströndina í Norfolk á Englandi ásamt tveimur köttum, kennir fornleifafræði við háskólann og unir hag sínum vel. En dag einn fær hún símtal frá lögreglunni. Barnsbein hafa fundist í eyðilegri saltmýrinni í nágrenni við heimili hennar og þörf er á sérfræðiþekkingu Ruthar til þess að aldursgreina þau.

Harry Nelson hjá rannsóknarlögreglunni vonar heitt að um sé að ræða bein Lucyar Downey, lítillar stúlku sem hvarf áratug fyrr og hann hefur leitað æ síðan. En málið reynist flóknara en svo. Og smám saman dregst Ruth inn í hættulega og ófyrirsjáanlega atburðarás sem virðist tengjast fornleifauppgreftri sem hún tók þátt í úti í mýrinni.

Mýrarstúlkan er fyrsta bókin um hina meinhæðnu dr. Ruth Galloway eftir Elly Griffiths, margverðlaunaðan breskan metsöluhöfund. Sögurnar njóta mikilla vinsælda bæði í Bretlandi og Skandinavíu, enda eru þær afar vel heppnuð blanda af fornleifafræði og glæpum, dulúðugu andrúmslofti, húmor og skemmtilegri persónusköpun.

Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.