Nýtt efni

Kápa: Þegar múrar falla


Þegar múrar falla
höfundur: Hörður Torfason

Þegar múrar falla er einlæg og áhrifamikil frásögn Harðar Torfasonar, listræns aðgerðarsinna sem markað hefur djúp spor í íslenskt samfélag.

Hörður var fyrstur Íslendinga til að stíga fram opinberlega sem samkynhneigður maður árið 1975 og mætti fordómum og útskúfun en brást við með hugrekki, sy´nileika, listrænu samtali og skipulögðum aðgerðum. Í bókinni fer hann yfir einstakan feril þar sem list og lífsviðhorf sameinast í áhrifamiklu aðgerðastarfi eins og stofnun Samtakanna ’78, Búsáhaldabyltingunni og fleiri aðgerðum.