Nýtt efni

Kápa: Með hjartað að veði

 
Með hjartað að veði
höfundur: Simona Ahrnstedt

Dessie og Sam voru brjálæðislega ástfangin þegar þau voru ung. En óvænt svik urðu til þess að ástin slokknaði og þau hurfu hvort í sína áttina. Fimmtán árum síðar starfar Dessie sem lífvörður eftir að hafa tekið þátt í hernaði í fremstu víglínu á átakasvæðum víða um heim. Út á við virðist henni ganga flest í haginn en hún geymir innra með sér leyndarmál sem getur kollvarpað lífi hennar.
Sam var fátækur innflytjandi en byggði upp risastórt hótelveldi eftir aðskilnaðinn frá Dessie. Dag einn berast honum líflátshótanir og hann ákveður að ráða sér lífvörð. Örlögin haga því svo til að það er Dessie. Undireins og þau hittast aftur verður þeim ljóst hvað er í húfi – hjartað er að veði.

Sænska ástarsögudrottningin og femínistinn Simona Ahrnstedt hefur slegið rækilega í gegn víða um heim með hispurslausum bókum sínum. Teflt á tvær hættur-serían (Aðeins ein nótt, Aðeins eitt leyndarmál og Aðeins ein áhætta) fékk frábærar viðtökur íslenskra lesenda. Með hjartað að veði er þriðja sjálfstæða bókin í seríunni Seiðmagn andstæðnanna en fyrstu tveimur, Allt eða ekkert og Bara aðeins meira, var ekki síður vel tekið.
Friðrika Benónýsdottir íslenskaði.