Nýtt efni

Kápa: Betlarinn


Betlarinn
höfundur: Sofie Sarenbrant

Hver ætlaði sér að koma Emmu Sköld fyrir kattarnef – sama hvað það kostaði?
Við minningarathöfn um unga konu sem lést af slysförum er manneskja viðstödd sem fylgist grannt með syrgjendunum. Manneskja sem gerir allt til að dyljast þótt hún færi miklar fórnir til að geta verið áfram í felum. Á sama tíma eru betlarar í Stokkhólmi ekki lengur óhultir á götum borgarinnar. Hver á fætur öðrum verða þeir fórnarlamb morðingja. Lögreglan er ráðþrota og eina manneskjan sem getur stöðvað morðin er sjálf á flótta.

Í þessari æsispennandi glæpasögu fjallar Sofie Sarenbrant um hvernig misbeiting valds bitnar á þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Betlarinn er þriðja bókin á íslensku um Emmu Sköld, fulltrúa hjá rannsóknarlögreglunni í Stokkhólmi. Sofie Sarenbrant hefur þrívegis verið valin glæpasagnahöfundur ársins í Svíþjóð.