Nýtt efni

Kápa: Allt frá hatti oní skó


Allt frá Hatti oní skó
höfundur: Einar Már Guðmundsson

Enginn veit hvað skáldsaga er. Á þeim orðum danska skáldsins Pouls Borum hefst þessi saga og í takt við þau ögrar hún skilgreiningum, dansar á mörkum skáldskapar og minninga.

Hér segir frá Haraldi sem ætlar að verða skáld og með það að markmiði flytur hann til Kaupmannahafnar með kærustunni haustið 1979. Þar lendir hann strax í suðupotti menningarinnar og kynnist margs konar fólki, ekki síst listamönnum og skáldum, sem og nýjum skáldskap, viðhorfum og tónlist.

Frásögnin af því hvernig skáld verður til, mótast af umhverfinu og mótar sig sjálft – allt frá hatti oní skó – er einstaklega fjörug og teygir sig víða. Skrautlegar persónur, staðir, atvik og sögur lifna við svo úr verður litríkur vefur umleikinn órólegum anda níunda áratugarins þegar allt breyttist – og Haraldur varð skáld.