Nýtt efni

Kápa: HunangsveiðiHunangsveiði
Höfundur: Soffía Bjarnadóttir

Silva Saudade er í ástarsambandi sem virðist vera að leysast upp og gengur með bréf frá löngu látinni ömmu sinni við brjóst sér. Hún leitar til tengslafræðingsins Tómasar O. eftir aðstoð og saman halda þau í pílagrímsferð til Portúgal, ásamt rithöfundinum Rónaldi, þar sem veröld þeirra þriggja kaffærist í söknuði og dýrslegri þrá. Munúðarfull saga um mörk siðferðis, dauða og endurfæðingu. Hunangsveiði er önnur skáldsaga Soffiu Bjarnadóttur. Áður hafa komið út eftir hana skáldsagan Segulskekkja og ljóðabækurnar Beinhvit skurn og Ég er hér.