Upplestur - Römblusögur

Útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson ætlar að lesa úr nýútkominni bók sinni, Römblusögur. Í bókinni segir hann kímnisögur af sjálfum sér og því fólki sem hann kynntist í Römbluhverfinu í Santa Cruz á Tenerife þar sem hann er búsettur.