Segðu það með korti

María Hrund Sigurjónsdóttir býr í Hveragerði. Í Covid fann hún sér nýtt áhugamál. Hún býr til tækifæriskort og bækur þar sem hún endurnýtir karton og pappa sem til fellur á heimilinu, svo sem te- og kaffipakka, kassa undan kexi, morgunkorni og matvælum, poka utan af ýmsum vörum og fleira. Einnig notar hún blaðsíður bóka, myndir úr tímaritum, blúndur, borða og tölur ásamt öðru efni. Hún verður á Bókasafninu í Hveragerði fimmtudaginn 16. maí kl. 16-18 með sýnishorn af því sem hún hefur verið að nostra við og sýnir efniviðinn sem hún notar í kortin og bækurnar. Hægt verður að kaupa vörur hennar á kynningunni. Allir velkomnir.