Leshringur

Næsti fundur leshringsins verður fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17. Þá ætlum við að fjalla um bókina Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Það eru allir velkomnir og sérstaklega vel tekið á móti nýju fólki. Áhugasamir geta nálgast eintak af bókinni í afgreiðslu bókasafnsins. 

Um bókina:

Tilviljun leiðir saman ólíka sögumenn þessarar einstæðu skáldsögu: Borghildi sem nýorðin er ekkja; tölvukarlinn Árna sem þarf að takast á við offitu og hreyfingarleysi; hina ungu Hönnu sem glímir við átröskun, og Aron Snæ ellefu ára son einstæðrar móður … en eftir því sem sögunni vindur fram fléttast örlög þeirra saman í stigmagnandi frásögn.