Leshringur

Næsti fundur leshringsins verður haldinn fimmtudaginn 31. október. Þá verður fjallað um skáldsöguna Dagbók góðrar grannkonu eftir nóbelsskáldið Doris Lessing.  

Það verður heitt á könnunni að vanda og öll velkomin. Eintök af bókinni má nálgast í afgreiðslu bókasafnsins. 

Um bókina:

Dagbók góðrar grannkonu segir frá framakonunni Jane Sommers sem kemst fyrir tilviljun í kynni við aldraða konu sem hefur ævinlega þurft að berjast fyrir tilveru sinni. Skáldsagan vitnar um þann djúpa mannskilning, innsæi og tilfinningahita sem Lessing er heimsþekkt fyrir.