Í tilefni af 25 ára tilvist Hins íslenska glæpafélags efnir félagið til spurningakeppni um íslenskar glæpasögur hinn 5. september í samstarfi við fjölmörg bókasöfn, hringinn í kringum landið. Bókasafnið í Hveragerði tekur að sjálfsögðu þátt og hefst keppni kl. 17:30.
Fyrirkomulagið er svipað og á pöbbkvissum og þrjátíu spurningar bornar upp um íslenska krimma fyrr og síðar. Keppnin tekur um það bil 90 mínútur og almenna reglan er að mest fjögur geti verið saman í liði. Boðið verður upp á léttar veitingar og verðlaun veitt fyrir fyrsta sætið.
Við hvetjum alla unnendur glæpasagna - og spurningakeppna - til að fjölmenna og taka þátt í fordæmalausri og skipulagðri glæpagleði!