Pöddur Elísabetar

Myndir af pöddunum fóru að koma þegar Elísabet upplifði sig sem pöddu í lélegu ástarsambandi. Það var sama sjálfsmyndin og hún upplifði á unglingsárunum. Leikritið Paddan leit dagsins ljós og hver paddan af annarri. Þetta var heilun. Og það varð list. Og Elísabet sá að það var harla gott.
 

Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur, ljóð- og leikskáld er fædd 1958. Hún ólst upp á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ
Reykjavíkur en er nú búsett í Hveragerði. Elísabet útskrifaðst sem sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands. Eftir hana liggja
27 bækur og hún hefur tvisvar verið tilnefnd til Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þetta er fjórða sýning Elísabetar en hún hefur áður sýnt m.a. á Mokka kaffi og Gallerí Helenu.

Sýningin, sem er sölusýning, mun standa til 12. ágúst og er opin á sama tíma og bókasafnið, mánudaga 11-18:30,
þriðjudaga -föstudaga 13-18:30 og laugardaga kl. 11-14.