María Kristín sýnir á bókasafninu

María Kristín H. Antonsdóttir sýnir hjá okkur verk frá seríunni Í garðinum hennar ömmu sem hún vann á árinu 2022. María er fædd og uppalin í Hveragerði en býr í Kaupmannahöfn og stundar nám til mastersgráðu við Listaháskólann á Fjóni. Við gerð listaverkanna nýtti hún sér hefðbundna aðferð innan prentunar þar sem þrykkt er af koparmálmi yfir á pappír. Í ferlinu notaði hún m.a. þurrkuð  blóm úr garði ömmu sinnar. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins, fram til 31. janúar.

Þeim sem hafa áhuga á því að heyra meira hvað varðar bæði sölu á verkunum og annað, er bent á að hafa beint samband við Maríu í gegnum netfangið: mariakristin@mariakristin.dk 

Áhugasamir geta einnig fylgt Maríu á Instagram þar sem hún auglýsir bæði sýningar og leyfir fylgjendum að fylgjast með listrænu ferli sínu: www.instagram.com/mariakristinhantonsdottir